Martröð Samfylkingarinnar

Margt má lesa út úr þessari könnun sem gefur tilefni til að ætla að straumhvörf eru að verða í íslenskum sjórnmálum. Ef frá er talin sterk staða formanns Sjálfstæðisflokksins er næsta víst að Vinstií græn, með vel liðinn formann í stafni, munu ná afar sterkri stöðu að afloknum kosningum 12. maí næstkomandi. Að sama skapi er eftirtektarverð slæm útkoma formanns Samfylkingarinnar sem ætti að vera þeim flokki umhugsunarefni, svo vægt sé til orða komist. Svo virðist sem Samfylikingin hafi ekki tekist að ná til kjósenda eins og margir hafa bent á.

Hvað veldur er ekki gott að segja en þrátt fyrir mörg góð mál sem flokkurinn stendur fyrir hefur formaðurinn ekki náð að sannfæra fólk um ágæti þeirra né nauðsynlega staðfestu leiðtoga stjórnmálaafls, sem ætlar sér mikilsvert hlutverk á komandi árum. Vonbrigði stuðningsmanna Samfylkingarinnar hljóta að vera mikil og næsta víst að eina leið þeirra til áhrifa er mögulegt samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Öðrum kosti munu Íslendingar hafa kosið til valda stjórnvöld sem stefna efnahagslegum framgangi undanfarinna ára í voða.


mbl.is Geir nýtur mestra vinsælda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Óli , skrallið í gærkvöldi hefur tekið sinn toll,nema lyklaborðið hjá þér sé bilað.

Varðandi þessi könnun þá segir hún ekkert og sérstaklega ekkert nýtt. Þar sem kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru hjarðdýr fylgja þeir alltaf foringjanum. það er eins og mig minnir að Davíð Oddson hafi alltaf fengið rússneskar kosningar meðan hann var formaður.

Kjósendur Samfylkingarinnar og annarra vinstri flokka eru óstýrilátari og gleypa ekki allan stóra sannleikann hráan frá sínum foringjum. Eru alveg til í að gagnrýna það sem frá þeim kemur ef þeim mislíkar það. Þess vegna hafa þeir formenn alltaf komið illa út úr sambærilegum skoðannakönnunum , er ekkert nýtt.

Þetta er bara spurning um hverjir fylgja í blindni (Íraksstríðið) og hverjir geta myndað sér sjálfstæðar skoðanir. 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Ólafur Als

Sem ég segi, Steini, þetta er sárt.

Ólafur Als, 8.4.2007 kl. 15:53

3 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Kvennalista formaðurinn verður settur af eftir kosningarar í Maí. Þetta var mjög slæmt fyrir Samfylkinguna að hafa hana í brúnni einmitt núna þegar VG er að taka fylgi til hægri og vinstri. AÐ vísu tel ég eins og ég hef áður sagt að fylgi VG muni minnka stórlega, þegar andlitin á Kolbrúnu og Ögmundi koma í dagsljósið.

Er sammála Steina að foringadýrkun í Sjálfstæðisflokknum er honum ekki til framdráttar. Þar er því miður of mikið af fólki sem réttir upp hendi þegar þeim er gefið skipun. 

Birgir Guðjónsson, 8.4.2007 kl. 16:07

4 Smámynd: Ólafur Als

Vera má að svo kölluð "foringadýrkun" sé einn af horsteinunum að baki farsæld Sjálfstæðisflokksins. Reyndar hefur nú gustað um suma formenn, sbr. Geir Hallgrímsson og Torstein Pálsson, en flestir hafa verið lengi í brúnni vegna hæfileika til að leiða fólk en ekki fylgja straumnum. Kann að hafa sína annmarka, eins og annað, en ég tel að oftar en ekki hafi það verið lukka okkar að hafa slíkt fólk í forystunni. Med því að treysta forystunni hefur okkur tekist að vinna að framgangi Sjálfstæðisstefnunnar (les: frjálslynd, borgaraleg sjónarmið) í stað þess að stunda óstýriláta umræðu, þar sem hver höndin er upp á móti annarra í viðleitni til þess að boða hin sönnu trúarbrögð. Ég ráðlegg ykkur félögum að halda þessari umræðu opinni sem lengst, hún gerir ekki annað en að auglýsa kosti þess að hafa öfluga og farsæla forystu í flokki þar sem menn deila um málefnin en koma sér saman um einstaklinga til þess að vinna þeim framgang. Svo er bara að rétta upp hendi strákar.

Ólafur Als, 8.4.2007 kl. 16:46

5 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Í Sjálfstæðisflokknum fer fjarri að menn séu alltaf sammála en menn lúta þar meirihlutanum.  Síðan fara menn fram sem ein heild.  það gerir sjálfstæðisflokkinn sterkan á meðan fólk hefur ekki hugmynd hvert samfylkingin stefnir.  Stefna Samfylkingarinr virðist stjórnast eftir því hvernig vindurinn blæs hverju sinni

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 9.4.2007 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband