8.4.2007 | 17:02
Vonin um aukinn framgang lifir
Enn eigum við langt í land í þessari íþrótt en það er til marks um nokkurn framgang að við skyldum halda okkur uppi í 2.deildinni. Ef til vill munum við aldrei ná svo langt að geta keppt við þjóðir á borð vid Kanadamenn og Svía í alvöru keppni en það er til mikils að vinna fyrir leikmenn því þessi íþrótt er í hávegum höfð víða og þeir sem komast langt bíður frægð og frami. Ef forystan og leikmenn trúa á aukinn frama fyrir landsliðið er jú alltaf von. Haldið í vonina. Til hamingju drengir!
Íshokkí: Ísland tapaði fyrir Ísrael í lokaleiknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
MSN vinur minn frá Ísrael var ekki smá ánægður með þetta... að vinna ÍSlandið sjálft í íshokkí.
Fyndið að flestir halda að við séum einhverjir snillingar í ís-íþróttum.
Geiri (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 22:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.