9.4.2007 | 16:46
Að þjóna hagsmunum kjósenda
Hljómar vel að enn sé til stjórnmálaafl sem boðar að fara VARLEGA með hendi yfirvalda ofan í launaumslög borgaranna. Að vísu munum við sjá endurtekna rullu um aukna skattheimtu, þrátt fyrir lægri skattprósentu ríkisins, en við því ramakveini er að búast. Við fyrstu yfirlegu sýnist manni fjölmargt annað vera til bóta sem byggt er á frjálslyndum viðmiðum, en heldur lifir forsjárhyggjan góðu lífi í drögum að ályktunum um landbúnaðar- og menningarmál.
Ljóst er að flokkurinn verður gagnrýndur fyrir að hafa ekki komið í framkvæmd ýmsum stefnumálum margnefndum, s.s. að leggja af stimpilgjöld og er það vel. Nú ríður á fyrir frambjóðendur að færa stefnuna í viðeigandi búning og sýna af sér stefnufestu og auðmýkt. Við kjósendur viljum skýrt val með frambjóðendur sem kunna að koma fyrir sig orði og kynna stefnumálin af festu en jafnframt bera virðingu fyrir fólkinu sem þeim er ætlað að ÞJÒNA.
Sjálfstæðisflokkur stefnir að frekari skattalækkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Akkvurat. Mér finnst helst vanta ákveðnari áherslur og hvað eigi að gera í kvótamálunum
Sigfús Sigurþórsson., 9.4.2007 kl. 17:13
Ég las drögin þökk sé þér. Mig langaði að sjá hvort eitthvað væri þar um að bæta kjör verkafólks, s.s. eins og húsnæðismál, leigu á húsnæði eða kaup. Sá ekkert, bjóst svo sem ekki við því.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.4.2007 kl. 17:30
Vonandi fer ég ekki rangt með, en var ekki ályktað um skattleysi húsaleigubóta? Verkafólk greiðir skatta og lækkun tekjuskattsprósentu kemur þeim til góða eins og öðrum. Annað óbeint; lækkun skatts á fyrirtækin og fleira kemur launþegum til góða í sterkari stöðu gagnvart vinnuveitendum, eins og frjálslynd öfl í Samfylkingunni og víðar gera sér grein fyrir. Húsnæðismálin eru reyndar að stóru í höndum sveitarsfélaga ef þú ert að horfa til aðstoðar við þá sem standa höllum fæti. En eitthvað hugnaðist þér, ekki satt?
Ólafur Als, 9.4.2007 kl. 17:47
fólk með lágar tekjur þ.e. útb laun 120 þús krónur getur hvorki leigt eða keypt húsnæði. Þ.e.a.s. ef bara er ein fyrirvinna á heimili. Það segir sig sjálft. Leigumarkaður hér á landi er mjög frumstæður. Sveitarfélögin eru með fáar íbúðir, biðtími eftir þeim geta orði allt að 3 ár jafnvel 5 ár. Þá skiptir ekki máli hvort um er að ræða hægri eða vinstri stjórn. Sé þú býrð í Danmörku. Þar er eflaust ekki allt fullkomið. Ég veit að þar getur fólk lifað af lægstu laununm og þar eru næg leiguhúsnæði fyrir þá sem ekki geta eða vilja kaupa íbúðir. Þessi mál eru í miklum ólestri hér og ríkisstjórnin hefur engan áhuga á að laga þetta. Reyndar treysti ég ekki VG til þess. Helst Samfylkingunni. Man ekki hvort mér hugnanðist eitthvað í drögunum og nenni ekki að lesa þau aftur. Verkafólk hér á landi ætti ekki að þurfa að greiða skatta af þessu lítilræði sem það fær í kaup.
Þórdís Bára Hannesdóttir (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.