12.4.2007 | 13:46
Allt er hey í harðindum
Nú er svo komið að ég er farinn að óska framgangs hjá Samfylkingunni á kostnað Vinstra græns framboðs. Mér er eiginlega orðið á sama um hve ósannfærandi og ómarkviss málatilbúnaður þeirra hefur verið til þessa og hve manni almennt leiðist sjálfhverfni jafnaðarmanna. Skítt með það allt saman, því allt er jú betra en svartnættið hjá systurflokknum. Innan raða Samfylkingarinnar er jú fjölmargt frjálslynt fólk sem treystir borgurunum fyrir eigin lífi og sem hugnast ekki framgangur Vinstri grænna því þau gera sér grein fyrir að fjallagrasahagfræðin er hagfræði dauðans.
Samfylkingin vill stórátak í samgöngumálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Án þess að ætla að hnýta sérstaklega í Vinstri græna þá er það vissulega mat frjálslyndra jafnaðarmanna að til þess að fylgja eftir framsækinni atvinnustefnu og skapa íslenskum fyrirtækjum samkeppnishæft starfsumhverfi sé mikilvægt að það séu jafnaðaráherslur sem ráði ríkjum í nýrri ríkisstjórn.
Þess vegna boða jafnaðarmenn ekkert einfalt "stoppstopp" svo vitnað sé í fornmann Framsóknarflokksins og viðurkenna fúslega að nýting endurnýjanlegrar orkugjafa sé hátækniiðnaður og verðmæt útflutningsvara. Þeirri stefnu að nú beri að staldra við út frá sjónarmiðum bæði hagstjórnar (eins og einnig er ýjað að í drögum að landsfundarályktunum D-listans) og náttúruverndar og nota tímann til að ganga frá rammáætlun um náttúruvernd fylgir einnig metnaðarfull atvinnustefna og áhersla á jákvæð starfsskilyrði atvinnulífs í landinu. Þetta tvennt verður að fara saman að mati jafnaðarmanna.
Átakshópur um heilbrigða skynsemi í pólitískri umræðu, 12.4.2007 kl. 15:15
- og hvaða skynsamur maður getur ekki tekid undir slíkt? Skynsöm nýting auðlindanna er í senn forsenda og afleiðing hagfræði sem stuðlar að hagsæld borgaranna. Rammaáætlunin er gott plagg og nauðsynlegt, pólitískt, en hagfræði dauðans er ekki til viðtals um neinar tilslakanir.
Annað: sleppið nú þessu með "jafnaðaráherslur" í starfsumhverfi LÍKT OG þau orð megi rekja til jafnaðarmanna. Hugsun af þessu tagi er fengin að láni frá frjálshyggjunni (frjálslyndi ef menn kjósa svo) og við erum barasta fegnir að hinir nýju riddarar frjálslyndra jafnaðarmanna séu þessu sammála.
Ég hef lagt áherslu á tvennt í tengslum við umræðuna hér: Annars vegar skynsama nýtingu auðlinda með arðsemi, sjálfbærni, aðlögun að hagstjórn og sátt við íbúa að leiðarljósi og hef skrifað um það ítrekað áður. Hins vegar að fjrálslynd öfl innan Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mættu vinna betur saman, ekki bara til þess að aftra framgangi forsjárhyggjuflokksins, heldur miklu fremur til þess að stuðla að framgangi ýmissa þjóðþrifamála og leiða yfirvöld í að fara varlega með valdið í samskiptum við borgara landsins.
Ólafur Als, 12.4.2007 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.