Pólitísk rétthugsun valtar yfir almenningsálitið

Pólitísk rétthugsun fer sem eldur í sinu um hinn vestræna heim. Næsta fórnarlambið eru Danir sem þegar hafa lagt drög að alls herjar umhyggjusemi yfirvalda á enn einu sviðinu. Reyndar tók bann í gildi á mínum vinnustað hér í Odense, sem er skóli, þann 1. apríl síðastliðinn. Nú er starfsmönnum skólanna bannað að reykja í vinnutímanum og innan fárra mánaða læsist alvitur faðmur löggjafans utanum Dani eins og svo víða annars staðar. Að vísu eru fjölmargir Danir ekki sáttir við þessa aðferðafræði, þrátt fyrir almenna hneygingu fyrir velferð og umhyggju að ofan. Í þeim logar frelsisneisti og umburðarlyndi sem þeir vilja seint fórna á altari forræðis og er það vel, reyndar eitt af því sem gerir tilveruna hér í Danmörku bærilega. Auk vitanlega góða vorsins sem leikur um okkur öll hér þessa dagana.
mbl.is Danir vilja fá að reykja á veitingahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband