12.4.2007 | 19:20
Öfgalaus málefni og heilbrigð hagfræði
Formaður Sjálfstæðisflokksins er í forsvari eina stjórnmálaaflsins á Íslandi sem er í stakk búið að standa gegn eyðimerkurhagfræði Vinstri grænna. Jafnframt því að vera í forsvari margra frjálslyndra mála og þeirrar hugsunar að fara varlega ofan í vasa skattborgaranna vill Sjálfstæðisflokkurinn standa vörð um skynsamar velferðarlausnir. Nú er ekki svo að stefnuskrá þess flokks sé mér alfarið að skapi en hin frjálslynda hugmyndafræði er eftir sem áður best varðveitt hjá þeim og heilbrigð og öfgalaus framsetning málefna einkennir orðræðu formannsins nú.
Mér finnst mikilsvert að Sjálfstæðisflokkurinn fer ekki undan í flæmingi í umræðunni um náttúruvernd. Sjálfstæðismönnum er umhugað um umhverfi sitt en skilgreinir það ekki einungis út frá fjallagrösum og tilbeiðslu náttúrunnar. Sjálfstæðismönnum er umhugað um hag fólks sem veit sem er að skynsamleg nýting náttúruauðlinda er sjálfsögð og eðlileg krafa. Höfum í huga að í landi eins og Sviss, þar sem menn hafa virkjað 90% nýtanlegs vatnsafls, er ferðamannaiðnaðurinn í blóma og fáir sem hallmæla þeim fyrir náttúruspjöll. Að afloknum Kárahnjúkum erum við í um 29%.
Geir: Eðlilegt að ríkið tryggi öllum lágmarkslífeyri úr lífeyrissjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.