13.4.2007 | 05:26
Einmuna veðurblíða
Í veðurfréttum í gær var spáð sumarhita yfir helgina hér á Fjóni og allt fram á þriðjudag. Vorið kom fremur snemma í Danmörku að þessu sinni og hefur hægt en bítandi tekist að klæða umhverfið grænum lit vorsins. Tré eru mörg komin í blómsturskrúða, hvít, gul, bleik eða bara græn. Veturinn var tíðindalítill og grár, votviðrasamur en fremur hlýr. Maður saknaði dálítið kröftugs veðurfars að heiman en núna er ekkert nema ánægja framundan, sól og 20 stiga hiti og aprílmánuður vart hálfnaður. Ískaldur bjór eða kælt hvítvín úti í garði, jafnvel "kartöflugarðinum" hjá vinafólki, og nokkrar freknur á kinnar ætti að koma skapinu í lag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jejeje... rub it in
Heiða B. Heiðars, 13.4.2007 kl. 10:52
Kæra Heiða, vertu velkomin hvenær sem er - ég skal halda hvítvíninu kældu og sólstólnum til haga!
Ólafur Als, 13.4.2007 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.