14.4.2007 | 09:15
Af sjálfhóli
Nú eru tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir í óða önn að leggja hönd á stefnuskrár sínar fyrir kosningar næst komandi. Eins og gefur að skilja eru á hvorum staðnum um sig heilmikið um að vera og bullandi velgengni. Allt að gerast segja sumir. Stjórnarflokkurinn stærir sig af velgengni og er nokkuð ánægður með árangurinn. Verdbólguskotið, sem var nú öllu meira en skot, að líkindum frá og bjartir tímar framundan. Sérstaklega er Sjálfstæðisflokkurinn fær að ráða.
Hjá Samfylkingunni gengur ekki alveg eins vel. Léttvínsfylgi skoðanakannana hefur engin áhrif enda jafnaðarmenn langflottastir og með langbestu stefnuskrána. Skilningur þeirra er langmestur á efnahagsmálum, skreyttir langbestu hagfræðingunum, hjartað slær líka langbestu megin (les: vinstra megin), sem þeir hugsa langbest með. Að vísu er þjóðin ekki langbest, hún skilur ekki hve Samfylkingin er langbest og til þess að koma henni í skilning um hve Samfylkingin er langbest eru Samfylkingarmenn búnir að bjóða til sín langkvenlegustu hetjum jafnaðarmanna erlendis frá og prenta langflottustu bæklingana.
Kristrún Heimisdóttur í Kastljósi í gær, með bækling í hendi í lokin og hendi á hjartastað, minnti einna helst á uppgjafa trúboð Votta Jehóva. Sorglegt hve sjálfhverfnin getur farið með gott fólk.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já en hjartað er lengra til vinstri....
halkatla, 14.4.2007 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.