14.4.2007 | 19:00
Landsfundarmenn spara kraftana
Sumir Samfylkingarmenn hafa stundum gert grín að rússneskum kosningum hjá Sjálfstæðisflokknum og reynt að stimpla Sjálfstæðismenn sem leiðitama fylgjendur foringja sinna. Einn sem ég kannast við, og setið hefur landsfundinn í Egilshöll, hefur t.d. gert gott grín að handauppréttingum á landsfundum Sjallanna og verið afar stoltur yfir að tilheyra stjórnmálaafli sem væri upptekið við að vera ósammála. Nú, þegar Samfylkingin er orðin fullmótaður jafnaðarmannaflokkur, geta stuðningsmenn huggað sig við að þurfa ekki að standa í flóknum handauppréttingum í formanns- og varaformannskjöri. Hvað skyldi maður kalla slíkt? Framþróun frá rússneskri kosningu yfir í kínverska eða eitthvað þaðan af skemmtilegra? Hins vegar hefur kunninginn eflaust átt sína handauppréttingarstund við samþykkt stefnuskrárinnar. Hann ætti því að jafna sig áður en langt um líður.
Ingibjörg Sólrún: Erum orðin fullmótaður flokkur jafnaðarmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já mikið um handauppréttingar og endurtalningu í Laugardalshöllinni... en ég heyrði svolítið nýtt í dag eða að á fundinum í Egilshöllinni hefði fólk hugsað með hjartanu ...
Herdís Sigurjónsdóttir, 14.4.2007 kl. 23:01
já, það var soldið skondið þetta með hjartað, Kristrún lagði hönd á hjartastað á mjöööög svo dramatískan hátt í viðtalinu sem Sigmar reyndi að stjórna í Kastljósinu, en SF á hjartað þessa vikun við svo rest hehe
Ásdís Sigurðardóttir, 15.4.2007 kl. 15:39
Er bara legið í sólinni alla daga, ekkert blogg ??
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2007 kl. 01:11
JÁ, vitanlega - enda hefur sólin meiri aðdráttarkraft en bloggið - vonandi, ekki satt?
Annars er nóg að gera ... en bloggið missir eilítinn sjarma, svona rétt fyrir kosningar.
Bestu kveðjur heim á Frón, Ásdís, og gangi ykkur vel á næstu dögum.
Hilsen,
Ólafur Als, 26.4.2007 kl. 11:44
Takk fyrir og hafðu það reglulega gott, ég viðurkenni að ég hlakka til þegar 12.maí er liðinn, þetta er orðið svolítið rætið og leiðinlegt. Pólitíkin versnar að mínu mati.
Ásdís Sigurðardóttir, 28.4.2007 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.