11.1.2008 | 07:02
Mannvinirnir í stjórnum sveitarfélaga!
Með hækkun fasteignagjalda upp á 14% í Reykjavík og víðar hafa stjórnir sveitarfélaganna seilst of djúpt í vasa skattborgaranna; sveitunga sinna. Hér er skammarlega að verki staðið af hálfu ráðandi afla. Verknaðurinn mun hafa áhrif á verðlag, sem aftur veldur hækkun greiðslna af lánum og hefur áhrif á fasteignaverð, sem aftur veldur hækkun fasteignagjalda á næsta ári. Glæsilegt, eða hvað?
Hvar eru háværu raddir forsvarsmanna launþega? Hver á að vernda hinn almenna borgara fyrir þessari græðgi og hver er réttlætingin að þessu sinni? Væntanlega sama tuggan;. að ávallt er hægt að finna ástæðu til þess að eyða fleiri skattpeningum en sjaldnast hið gagnstæða. Eitt af því sem m.a. er ásættanlegt hjá Sjálfstæðismönnum víða í sveitarstjórnum er einmitt það viðhorf að ekki þurfi ávallt að seilast eins langt ofan í vasa okkar og lög leyfa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.