15.1.2008 | 21:47
Fnykurinn norður yfir Alpafjöll
Ætli forsætisráðherra Ítalíu, hr. Prodi, verði ekki að bretta upp ermar og fara í sorphirðugallann. Hann gæti tekið aðra ráðherra með sér og svitnað eilítið. Eitthvað verður maðurinn að gera, út því að ólyktin hefur náð nösum Brusselstjórnarinnar. Ef mönnum finnst eðlilegt að borgarar í Napolí leiti á náðir Brusselvaldsins til þess að leysa sorphirðumál sín er ekki von á góðu. Getur verið að sjálfsbjargarviðleitninni sé betur borgið í höndum embættismanna fjarri heimahögum um svo nærtæk mál eins og að hirða sorp og koma því á sorphauga? E.t.v. ætti manni ekki að koma slíkt á óvart, þegar Evrópusambandið er annars vegar.
ESB hótar Ítölum lögsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.