Að grýta fólk til dauða fyrir framhjáhald

Í Íran viðgengst enn, að því er virðist, að grýta fólk til dauða fyrir m.a. alvarleg hjúskaparbrot. Ef rétt telst til bíða níu konur og tveir karlar þess að vera að hálfu grafin í jörðu og síðan grýtt til dauða. Karlmenn eru grafnir í jörðu upp að mitti en konur upp að brjóstum. Því næst er hent í þau grjóti þar til þau eru örend. Síðasta aftaka með þessum hætti í Íran fór fram í júlí síðastliðnum. Svo gæti farið að það verði hin síðasta ef marka má írönsk stjórnvöld.

Hæstiréttur Írans úrskurðaði árið 2002 að aftökur með þessum hætti skyldu aflagðar en einhverra hluta vegna viðgangast þær enn. Nú síðast átti að framfylgja dauðadómi yfir karl og konu sem hafa setið í fangelsi í ellefu ár. Karlinn hafði átt tvö börn utan hjónabands með sömu konunni og voru þau bæði dæmd til þess að verða grýtt til dauða. Vegna alþjóðlegs þrýstings frá m.a. Amnesty International hefur aftökunum verið aflýst en Írönsk yfirvöld hafa um sama leyti afneitað tilvist þeirra og kallað fréttir um slíkt áróður gegn Íran.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband