Jafn fréttaflutningur af jafnri keppni?

Mér hefur virst sem netmiðill Morgunblaðsins hafi veitt forvali Demokrataflokksins meiri athygli en forvalinu hjá Republikönum. Þennan halla á fréttaflutningi má eflaust rekja til þess að Íslendingar aðhyllast helstu frambjóðendur Demokrata umfram frambjóðendur Republikana. Hjá Demokrötum eru fremst í flokki Clinton og Obama sem hvort um sig, ef þau næðu svo langt að verða forseti, myndu skrá nöfn sín í sögubækurnar. Clinton fyrir að vera kona og Obama fyrir að vera þeldökkur.

Þrátt fyrir þessa skoðanakönnun Reuters er staða frúarinnar sterkari í öðrum skoðanakönnunum og munar þar allt að nokkrum hundraðshlutum. Obama hefur hins vegar verið að sækja í sig veðrið og virðist ekki síður eiga möguleika gegn verðandi frambjóðanda Republikana. Skoðanakannanir hafa nefnilega sýnt að ef McCain yrði í framboði á móti hvort heldur Clinton eða Obama, yrði um verulega jafna keppni að ræða - þar sem McCain hefði það að vísu með naumindum.


mbl.is Jafnt fylgi Obama og Clintons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla að fylgja Nader að málum

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 22:58

2 Smámynd: Ólafur Als

... eða e.t.v. Ross Perot? Nader fer nú varla fram núna, eftir 3 tilraunir í röð en þeir hafa verið margir í gegnum tíðina. Ron Paul, sem nú er hjá Republikönum, bauð sig fram 1988 sem frjálshyggjumaður og utan stóru flokkanna. Hann er minn maður núna en borin von að hann nái að setja mark sitt hátt.

Ólafur Als, 17.1.2008 kl. 06:25

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Við skulum vona það að Bandaríkjamenn verði áfram það skynsamir og velji Repubikana sem forsteta.
Ég dreg það í efa að eiginkona fyrrverandi forsetja eða nýliði ráði við verkefnið en gríðarlga erfitt verður að taka við af G.W. Bush.
MacCain með Huckabee sem varaforseta.

Óðinn Þórisson, 17.1.2008 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband