Svíar með yfirburði á meðan Spánverjar stríða Þjóðverjum.

Svíar eru að rúlla yfir arfaslaka Slóvaka, sem ekkert hafa lært eftir tap gærdagsins. Sænska sóknin er sem smurð vél á móti slakri vörn og markvörslu Slóvaka. Sænsku markverðirnir, NB. án Svensson, standa sig vel og hafa búið til mörg hraðaupphlaupsmörk. Einungis spurning hve stór sigurinn verði af hálfu Svía.

Í hálfleik hjá Spánverjum og Þjóðverjum er staðan 12:12 í jöfnum og nokkuð taugastrekktum leik. Spánverjarnir gætu komið á óvart en Þjóðverjar hafa ekki alveg sýnt sitt sterkasta, ekki ósvipað og á heimsmeistaramótinu í fyrra í undanriðlunum. Útlit fyrir skemmtilega og tvísýna keppni í síðari hálfleik á milli tveggja sterkra liða.


mbl.is Garcia veikur - Sverre inn í hópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband