Danska steikin fremur þurr

Svo fór að rússneski björninn lifnaði við í seinni hálfleik. Danska smjörið var við það að bráðna á kafla þegar Rússar skoruðu 7 mörk í röð og munurinn orðinn einungis eitt mark. Á þeim kafla kom berlega í ljós hvað Wilbek þjálfari þeirra átti við að hann væri ekki ánægður með danska sóknarleikinn. Christiansen skoraði heil 13 mörk úr jafn mörgum skottilraunum, þar af 7 held ég úr vítum og Boldsen var ógnandi allan leikinn. Hvidt varði sæmilega en aðrir voru hálfgert smjörlíki. Ljóst má vera að Madsen verður skipti út í því hléi sem framundan er. Rússar hafa nú 14 mörk í mínus og geta einungis vonast eftir að Norðmenn vinni Montenegro með meira en 6 marka mun.

Króatar þurftu að hafa fyrir sigrinum við nágranna sína, Slóvena, og höfðu það með sterkum endasprett. Króatar hafa 4 stig inn í milliriðlana en Slóvenar sitja eftir með sárt ennið, með ekkert stig inn í milliriðil. Tékkar fara heim.

Nenni ekki að fjalla um Frakkaleikinn - segir sig sjálft!


mbl.is EM: Níu marka tap gegn Frökkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband