Kaldur veruleikinn slær á óraunhæfar væntingar

Sá ekki leikinn en hjó eftir að Ísland lagaði lítillega stöðuna í lokin. Núll stig í milliriðil og 14 mörk í mínus. Raunhæft mat segir okkur að lítil von er að ná í fleiri stig og líklegast að 11.-12.sæti verði okkar hlutskipti. Draumurinn um Pekingferð felst í að Pólland, Danmörk, Frakkar eða Króatar landi titlinum. Eflaust geta menn strítt einhverri hinna þjóðanna en það sem ég hef séð til þeirra gefur ekki tilefni til stórra vona af okkar hálfu. Svo er að sjá hvort leikmennirnir spili framar hinum raunhæfu væntingum, slíkt hefur nú gerst áður. En raunhæft séð verðum við áfram í neðsta sæti riðilsins, nú þegar ljóst er að Ungverjar eru þar einnig inni, ásamt Þjóðverjum og Spánverjum - og vitanlega Svíum og Frökkum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband