20.1.2008 | 19:58
Æsispennandi lokamínúta - Montenegro steig villtan "sigurdans"
Var að fylgjast með leik Norðmanna og Montenegro sem var alveg rosalega spennandi undir lokin. Norðmenn urðu að vinna og eins og leikurinn spilaðist var sigurinn aldrei í hættu. Montenegro dugði að tapa með 5 mörkum til þess að komast áfram og var gaman að fylgjast með leikmönnum þeirra þegar úrslitin lágu fyrir. Þeir fögnuðu sem hefðu þeir orðið meistarar og dönsuðu af gleði. Eftir sitja Rússar sem vantaði einungis eitt mark upp á sæti í milliriðli.
Leikurinn þróaðist eins og vænta mátti; eftir annars erfiða byrjun sigu Norðmenn framúr og voru 5 mörkum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik börðust leikmenn Montenegro sem ljón og uppskáru eins og áður sagði sæti í milliriðli. Síðustu sekundur leiksins voru æsispennandi, Norðmenn í sókn og leikmaður Montenegro rekinn af velli í 2 mínútur þegar 11 sekúndur voru eftir. Norðmönnum lá ekkert á, 4 stig í höfn, og Montenegromenn trylltust af gleði.
Guðjón: Vinnum ekki leik með sama áframhaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.