Þýska vélin þarf sinn slagkraft

Eins og ég sagði frá í gær, hikstaði þýska vélin á móti vel spilandi spönskum nautabönum. Þjóðverjar misstu einn sinn sterkasta leikmann, Veliky, í meiðsli strax í fyrsta leik og hefur sóknarleikur liðsins verið staðari fyrir vikið. Þeir hafa ófáar skyttur, sem þeir reyna að notfæra sér í sóknarleiknum hvað þeir geta og góða hornamenn. Línuspilið hefur hins vegar ekki verið sterkt og flæðið í sókninni hefur algerlega byggst á að skytturnar fái notið sín. Ef Ísland á ekki að verða rassskellt af Þjóðverjum verður að stoppa klippingar fyrir framan vörnina og stíga vel út á móti köppum á borð við Henz og Glandorf. Eins og sannaðist í gær þá verður sóknin stöð ef skytturnar fá ekki notið sín.

Í vörninni eru Þjóðverjar sterkir með tvo frábæra markverði á milli stanganna; Fritz og Bitter. Þeir leika nokkuð flata vörn og erfitt verður fyrir íslensku skytturnar að koma skotum framhjá hinum hávöxnu Germönum, með Roggisch í aðalhlutverki. Spánverjar leystu þetta einstaklega vel; þeir léku yfirvegað og nálægt vörninni, reyndu að finta sig í gegn eða að finna línu- eða hornamennina, sem gafst vel - og sem aftur bauð upp á einstaka færi utan af velli, sérstaklega skotum í skrefinu. Sífellt að ógna og leita færa, ekki endilega flókin kerfi, gafst æ betur eftur því sem á leikinn leið og öruggur sigur í höfn. Átján mörk skoruð í seinni hálfleik gerist ekki á hverjum degi á móti Þjóðverjum.

Jafnvel þó íslensku leikmönnunum tækist að halda aftur af þýsku skyttunum er eftir sem áður illráðið við Tjóðverjana í hraðaupphlaupum. Sem sagt, yfirvegaður sóknarleikur, sem varð reyndar eftir heima á Fróni, er hið eina sem virkar. Ótrúlegt stundum að sjá þýsku skytturnar æða upp völlin í örfáum skrefum, lyfta sér upp og skila boltanum í netið á 110 km/klst hraða. Virkilega flott. Ef einhverra hluta vegna Íslendingar tækju upp á að sýna yfirvegaðan og hraðan sóknarleik, brjóta upp flæðið í þýska sóknarleiknum og skytturnar þeirra og halda feilunum í lágmarki, þá er von. Hún er ekki stór, því Þjóðverjar eru eftir sem áður með heimsklassa leikmenn sem ekki láta vaða yfir sig tvisvar í röð.


mbl.is Leiktímar eru ákveðnir í milliriðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband