Inneignin innistæðulaus!

Íslensku leikmennirnir stríddu sjálfum sér og okkur áhorfendum með góðum kafla í síðari hálfleik. Í stöðunni 21:23 virtist sem drengirnir hefðu fundið fjölina sína með Ólaf fremstan í flokki. Andstæðingarnir sýndu sömu veikleikamerki og í leiknum á móti Spánverjum en svo var eins og íslenska liðið ætti ekki meira inni, gagnstætt því sem Ólafur hafði lýst yfir fyrir leikinn. Snorri, Ásgeir, Logi, Einar og flestir hinna eru sem á lyfjum og ekki annað hægt en að vorkenna þeim.

Einungis Alexander, Ólafur og Guðjón virtust kannast við að hér var um landsleik á Evrópumóti að ræða. Ef til vill ætti maður ekki að örvænta, Spánverjar munu vart búast við miklu og hver veit nema inneignin vari lengur en 15 mínútur á morgun. Ekki svo sem við því að búast og allt eins víst að nautabanarnir suðrænu geri sér góða veislu úr íslenska lambakjötinu.

Reyni að færa ykkur fréttir af öðrum leikjum síðar í kvöld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband