Í hálfleik hjá Svíum og Ungverjum - Norðmönnum og Pólverjum

Norðmenn skoruðu síðustu 4 mörkin í fyrri hálfleik og leiddu með einu marki. Ege varði heil 4 vítaköst og hélt Norðmönnum á floti. Pólsku skytturnar eru á köflum svakalegar og hafa skorað gullfalleg mörk, en sem fyrr er Ege þeim erfiður ljár í þúfu. Norðmenn eru yfirvegaðir í aðgerðum sínum og hafa hinn geysi öfluga línumann, Løke, sín megin.

Svíar eru undir á móti léttspilandi Ungverjum, sem hafa verið mikið utan vallar. Ungverski markvörðurinn stendur sig vel en samt verður að segja að leikurinn hefur til þessa ekki verið í hæsta gæðaflokki. Svíarnir eru ekki alveg nógu sannfærandi og hafa ekki getað notfært sér heldur hagstæða dómgæslu.


mbl.is Evrópumeistararnir með pálmann í höndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband