Bragðdauft jafntefli

Sveiflurnar voru miklar í þessum annars tilþrifalitla leik og Svíar lánsamir að krækja sér í jafntefli undir lokin. Eftir einungis sæmilegan fyrri hálfleik var Svensson allur á iði í síðari hálfleik og hjálpaði sínum mönnum þegar þeir voru 3 mörkum undir, 17:20, og Svíar skoruðu 7 mörk í röð. Eftir það var á brattann að sækja fyrir Ungverja en þeir voru nálægt sigri eftir að hafa skorað fjögur mörk í röð, áður en hornamaður Svía jafnaði 5 sekúndum fyrir leikslok. Ég fæ ekki séð að Svíar sæki fleiri stig en spurning hvort Íslendingar nái að stríða Ungverjum. Breytir reyndar ekki miklu, því neðsta sæti riðilsins verður hlutskipti okkar og leikur um 11. sætið við Montenegro (ef um slíkan leik er að ræða).


mbl.is Svíar náðu stigi gegn Ungverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband