Sjálfbirgingsháttur jafnaðarmanna í upphæðum

Í upphafi janúarmánaðar þótti mér heldur lítið um að vera á vettvangi stjórnmálanna á Íslandi, alla vega séð héðan frá Danmörku. Nú, hins vegar, er allt að verða vitlaust á Fróni og hver farsaatburðurinn rekur annan. Framsókn í uppnámi og rúin trausti. Enn ein valdatakan í borginni og kjósendur vita margir hverjir ekki sitt rjúkandi ráð. Fyrrum meirihluti er í sjokki og jafnaðarmenn spældari en maður man eftir og svo ákveður dáðardrengur Framsóknar að segja skilið við stjórnmálin eftir blóðuga baráttu við eigin flokksmenn. Upphlaup ungra jafnaðarmanna ætti því ekki að koma á óvart eftir allt sem á undan er gengið.

Ekki svo að skilja að ég hafi sérstaka samúð með ungum jafnaðarmönnum í tilraun þeirra til þess að sýna ást sína á lyðræðinu. Jafnaðarmenn hafa jú alltaf haft afar sérstaka sýn til eigin ágætis. Að lofa sjálfan sig, eigið hugmyndafræðilegt ágæti og annað í þeim dúr eru jafnaðarmenn afar leiknir við. Ef annað fólk er þeim ekki sammála - um þetta ágæti - munar þá ekki um að kalla þjóðina heimska. Af misskilinni líffræðikunnáttu telja þeir sig einstaklega góðhjartaða vegna þess að hjartað er vinstra megin og benda í tíma og ótíma á hjartastað sinn þegar svo ber undir. Dagur gerði þetta svo skemmtilega um árið þegar hann var spurður um ágæti hans skoðana, lagði hendi yfir hjartastað og hvað stoltur upp úr með vinstri skoðanir sínar og að honum væri umhugað um hag landa sinna. Ekkert slor það.

Líffræðiþekkingu sína mættu jafnaðarmenn e.t.v. að skipta út fyrir sjálfsrýni og almennt raunsæi. Ekki svo að skilja að ekki sé gott að trúa á sjálfan sig - sérstaklega þegar aðrir gera það ekki fyrir þig - heldur miklu fremur hitt að flest fullorðið fólk kann sig þegar kemur að sjálfshóli. Það bíður jafnvel þess að framkvæma góðu verkin og prísar sig sælt ef einhver tekur eftir því. Jafnaðarmannageðið getur ekki beðið svo lengi, á enda afar erfitt með að hrósa og taka eftir góðum verkum í kringum sig enda einsýnt að aðrir en jafnaðarmenn hafa ekki hjartað á réttum stað. Nú hafa ungir jafnaðarmenn stimplað sig inn í guðdóm jafnaðarmennskunnar með afgerandi hætti. Ungir jafnaðarmenn eru líka með hjartað á réttum stað og þau vita sko hvenær lýðræði er lýðræði - og öll hjörð jafnaðarmanna tekur undir og jarmar í kór. Spælingin er alger og sjálfshólið nær hæstu hæðum.


mbl.is Fundur hafinn á ný í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég verð nú bara að segja að mér finnst frekar skondið en um leið dapurlegt að sjá allt þetta unga fólk haga sér eins og asnar. Jafnframt væri gaman að vita hvað margir úr þessum hóp kusu síðast og hvað margir búa ennþá á hótel mömmu og borga ekki skatta.

Jón Thorarensen (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 15:35

2 Smámynd: Ólafur Als

Bárður, í mannheimi er ávallt vitlaust gefið - svo vitnað sé í Stein Steinar - en viðhorf mitt, sem hægrimanns, til jafnaðarmanna einkennist ekki af andúð á nokkurn hátt, heldur miklu fremur af skilningsleysi og forundrun. Að geta horft á sjálfan sig í spegli með hætti jafnaðarmannsins verður að teljast einstaklega skemmtileg lífsreynsla. E.t.v. er þetta öfund af minni hálfu!

Annars er ekki öllum ungum jafnaðarmönnum í nöp við hægri menn, svo því sé nú haldið til haga. Veit t.d. um nokkra sem hafa reynt að ræna fjölmörgum málefnum okkar hægri manna!!!

Ólafur Als, 24.1.2008 kl. 16:16

3 Smámynd: Ólafur Als

Mikael minn, eflaust ertu of ungur til að skilja sneiðina sem felst í tessum skrifum - en gerir ekkert til. Ég veit að þú munt gera allt sem í þínu valdi er til þess að breiða út hinn góða boðskap og það umburðarlyndi sem einkennir skrifin þín (!). Annars er "röksemdafærslan" tilfinningalegs eðlis, Mikael, auk fátæklegrar tilvitnunar. En vertu viss, ég var ekki að beina skjótum mínum sérstaklega að ungviði landsins, eitthvað hefurðu misskilið textann minn ef svo er. Skiptir mig raunar litlu ef ungt fólk, fullorðð eða annað er svo upptekið af eigin ágæti - sem mér hefur ávallt fundist einkenna jafnaðarmenn. Umfjöllun mín beindist að síngirni jafnaðarmanna sem ég hef áður fjallað um en virðist gata tekið á sig svo margar forvitnilegar myndir, Mikael.

Ólafur Als, 24.1.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband