Öruggt hjá Dönum og Svíar yfir í hálfleik

Svíum hefur vaxið ásmegin eftir því sem liðið hefur á mótið. Lukkan hefur verið þeim hliðholl í síðustu tveimur leikjum og nú geta þeir öllum að óvörum, einnig þeim sjálfum, komist í undanúrslitin. Sókn Svía í fyrri hálfleik á móti Þóðverjum hefur gengið afar vel og sjálfstraust leikmanna er mikið. Sóknin er hreyfanleg og þýska vörnin er langt í frá að vera sannfærandi. Markvarslan hefur brugðist nokkuð í keppninni til þessa og jafnframt augljóst að á móti vörn sem klippir á skytturnar þeirra að þá verður sóknarleikurinn staður. Þeir hafa þó skorað sextán mörk í afar hröðum fyrri hálfleik á móti átján mörkum Svía.

Danir gátu tekið lífinu með ró í síðari hálfleik og lönduðu öruggum sigri. Wilbek var létt enda sagðist hann hafa verið taugastrekktur fyrir leikinn. Nú hefur hann enn eina ferðina komið dönsku liði í undarúrslit stórmóts og Danir gæla við gulldrauma. Andinn í liðinu er góður og leikmenn styðja hver annan í vörn og sókn og svo er nú ekki verra að hafa besta markvörð mótsins til þessa innan sinna raða.


mbl.is EM: Danir í undanúrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband