24.1.2008 | 20:14
Þjóðverjar höfðu það á seiglunni
Sænsku piltarnir hikstuðu í sóknarleik sínum í síðari hálfleik og gáfu Þjóðverjum færi á að síga fram úr í lokin. Þýska sóknarvélin hélt áfram að malla á sama hraða og í fyrri hálfleik á meðan vörnin batnaði til muna. Nokkuð var um meiðsl á meðal Þjóðverja, Roggisch meiddist m.a. á fæti og lék ekki síðasta hlutann. Þjóðverjar mega ekki við því til lengdar að missa hann úr vörninni. Svíarnir voru dálítið lánlausir í lokin en Þjóðverjar voru ekki á því að Svíarnir sæktu enn eitt stigið á síðustu andartökum leiksins og skoruðu síðasta markið rétt fyrir lokaflautu dómarans.
Þjóðverjar komnir í undanúrslitin á móti Dönum og keppni um fimmta sæti mótsins framundan fyrir Svía - sem er það sem Svíar höfðu sjálfir vonast eftir í upphafi móts. Leikur Dana og Þjóðverja verður forvitnilegur fyrir margra hluta sakir. Liðin þekkjast vel enda spiluðu þau tvo æfingaleiki rétt fyrir mótið og unnu hvort sinn leikinn, Danir þann fyrri á heimavelli og Þjóðverjar þann síðari í Þýskalandi.
Þjóðverjar í undanúrslit eftir sigur á Svíum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og Króatar unnu Norðmenn, þannig að Króatar mæta Frökkum í undanúrslitum og síðan mætast Svíar og Norðmenn um 5. sætið og hvort liðið fari í riðil með Póllandi, Íslandi og Argentínu.
Marinó G. Njálsson, 24.1.2008 kl. 20:56
Einmitt! En nú þarf að fara í alvarlega naflaskoðun hjá okkar mönnum, annars mun fara illa.
Ólafur Als, 24.1.2008 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.