Sjarmatröllið Obama

Satt best að segja hef ég enn ekki kynnt mér að neinu marki málefni sem hr. Obama stendur fyrir, þ.e. utan hinnar hefðbundnu orðræðu Demokrata. Ég veit t.d.ekki hvar hann er staðsettur í hinu pólitíska litrófi flokksins. Hins vegar líkar mér öll umgjörð mannsins, hann er öruggur í fasi og geðugur að sjá og hann hefur yfir sér þokka sem gjarnan er rætt um í stjórnmálum. Í samanburði við frú Clinton stendur hann henni miklu framar á þessu sviði, séð frá mínum bæjardyrum. Maður gæti jafnvel sagt að munurinn á útgeislun þeirra tveggja væri eins og munurinn á svörtu og hvítu ...

Hr. Clinton hefur verið ötull í stuðningi sínum við konu sína undanfarið og hefur sumum jafnvel þótt hann fara full langt í þeirri viðleitni sinni. Sem fyrrum forseta er honum nokkur takmörk sett og hefur sumum þótt sem hann hafi ekki verið nægilega háttvís í gagnrýni sinni á hr. Obama. Hann hefur jafnvel orðið uppvís að því að endurtaka ósannindi frú Clinton um Obama, sem ekki hefur farið framhjá fjölmiðlamönnum - sem fjalla nokkuð þessa dagana þar vestra um aðkomu forsetans að kosningabaráttu konu sinnar.

Búast má við sigri Obama í S-Karolínuríki sem tengist m.a. því að hann virðist hafa náð til óákveðinna eða þeirra kjósenda Demokrata sem ákváðu sig seint. Maðurinn er vel að sigrinum kominn og ég mun fylgjast spenntur með baráttu hans næstu vikurnar. Ef einhver mætti sigra minn mann, McCain, þá er það helst Obama.


mbl.is Útlit fyrir sigur Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Ég var að ræða einmitt Obama/Hillary Clinton við konu sem heldur mikið upp á Hillary.

Margt rétt sem hún benti mér á, svosem eins og að Hillary gengur inn í Hvíta Húsið eins og "vanur maður" og þekkir væntanlega allt innviði og allt sem viðkemur allri stjórnun þar.

Að sama skapi hefur Hillary haft (eða hafði í tíð Bill Clinton) mikinn áhuga á að koma heilbrigðisþjónustunni í gott lag.

Sjálfum hefur mér ekki tekist að greina á milli Obama og Hillary, bæði mjög frambærilegir frjálslyndir hægrimenn (ef tala má um hægri/vinstri).

Víðir Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband