Skynsemin á undanhaldi fyrir gerræðinu

Danir fóru sérstaka leið í þessari endalausu tilraun yfirvalda til þess að vernda borgarana frá sjálfum sér. Eins og gefur að skilja gátu forræðisöflin og heilbrigðispostularnir á Íslandi ekki setið á sér heldur var málið keyrt áfram af fullri hörku. Stundum er sagt að Danir séu "ligeglade" og ef til vill er það vitnisburður um þeirra góða geð að þeir fóru ekki offari í þessu máli. Hreyfing fólks brast m.a. fram til þess að mótmæla gerræði fyrirhugaðra laga og svo fór að nokkrar tilslakanir voru gerðar.

Á hverfisbörum undir 40 m2 að stærð eru reykingar áfram leyfðar. Á almennum skemmtistöðum, væntanlega stærri en 40 m2, er eigendum leyft að koma upp sérstökum reykháfum eða reykklefum fyrir reykingamenn. Ég held að þessi tilhögun hafi mælst vel fyrir, ekki hefur verið kvartað yfir þessu fyrirkomulagi svo tekið hafi verið eftir og reykingafólk og fólk sem ekki reykir getur nú skemmt sér saman í svo til reyklausum rýmum. Hverjum skylda hafa dottið í hug að fara þyrfti til Danmerkur til þess að finna stjórnvöld sem treystu borgurunum betur fyrir að ráða yfir eigin lífi en heima á Íslandi.

Örfáir þingmenn Sjálfstæðisflokksins reyndu að mæla fyrir einhvers konar meðalhólfi þegar reykingabannið var fært í lög. Ekki vildi meirihluti þingheims hlusta á rödd skynseminnar þá og fyrir mitt leyti mun ég ekki ljá þeim þingmönnum míns flokks, Sjálfstæðisflokksins, atkvæði mitt, sem stóðu að baki þessu gerræði. Nú hefur Jón Magnússon, þingmaður Frjálslyndra, viðrað að honum finnst hafa verið gengið of langt í reykingabanninu. Honum finnst sem meðalhófi hafi ekki verið gætt. Skynsamlega mælt og í anda þess sem m.a. Sigurður Kári sagði á sínum tíma. Vonandi finna þessir ágætu menn samhljóm og leggi til breytingar á gerræði reykingabannsins.


mbl.is Heilbrigðisráðuneytið brýnir stofnanir vegna reykingabanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Geir H hefur verið frumkvöðull 2 frumvarpa til að hækka álögur á áfengi og sígarettur, mið ykkur að hætta um að kjósa þennan plathægri flokk eitt skipti fyrir öll!

Alexander Kristófer Gústafsson, 1.2.2008 kl. 18:36

2 Smámynd: Ólafur Als

Alexander,

ekki væri úr vegi ef þú gætir bent mér á einhvern flokk sem ekki er viljugur til þess að seilast ofan í vasa þeirra sem neyta sígarettna og áfengis. Reyndar er þessi umræða af aðeins öðru tagi en bein verðlagning þessara löglegu eiturlyfja. Hér er verið að ræða um hve langt á að ganga í að vernda borgarana frá sjálfum sér og hve langt þeir mega ganga sem vilja ekki umgangast sígarettureyk.

Ólafur Als, 1.2.2008 kl. 19:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband