3.2.2008 | 11:27
Hvar eru íslenskir fjölmiðlar?
Ef menn vilja leika sér að tölfræði og slíku er ekki úr vegi að minnast þess að engin þjóð hefur jafn marga Nóbelsverðlaunahafa og Íslendingar - sé miðað við höfðatölu. Smæð Reykjavíkur bíður að sama skapi upp á fjölmarga aðra samanburði, sbr. einkaþotur nýríkra Íslendinga. Samanburður af þessu tagi kitlar minnimáttarkennd Íslendinga (og jafnvel hégómagirnd) og gefur þeim frekari tækifæri til þess að smjatta á kjörum og venjum ríka fólksins. Alveg eins og almenningur gerir á meginlandinu.
Hins vegar er alvarlegra að lesa um aðvaranir breska blaðsins um íslenskt efnahagslíf, eða réttara sagt hag fjármála- og útrásarfyrirtækja. Maður verður að trúa því að fjárfestingar erlendis hafi ekki verið byggðar á sandi - að styrkur þessara fyrirtækja sé nægur til þess að mæta mótbyrnum sem hefur einkennt fjármála- og verðbréfamarkaði að undanförnu. Niðursveiflu er að vænta, svo mikið er víst, en við eigum eftir að sjá hve djúpt hún ristir og hver áhrifin verða á almenning á Íslandi. Hvernig væri nú að íslenskir fjölmiðlar tækju sér tak og kryfjuðu þessi mál til mergjar á næstu vikum og mánuðum - eða eigum við enn eftir að vænta frétta erlendis frá af hag íslensku útrásarinnar?
Er allt á niðurleið á Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Athugasemdir
Góður punktur!
Vil bara bæta við að til þess að sú umfjöllun yrði trúverðug í okkar litla hagsmunasamfélagi er mikilvægt að fjölmiðlar geri slíka úttekt í samstafi við viðskipta- hagfræðideildir íslensku háskólanna.
Ásgeir Rúnar Helgason, 3.2.2008 kl. 11:42
Ásgeir;
það er ein ágæt aðferð - en hér verður maður einnig að staldra við að fjölmiðlasamstæða er í eigu eins þessara stóru útrásaraðila - ég veit ekki alveg hvaða áhrif það hefur hér en víst er að hætta á hagsmunaárekstrum er augljós. Annars var ekki tilgangur bloggfærslu minnar að safna í einhvern samsærissjóð utanum Baugsveldið, heldur benda enn einu sinni á hve íslenskir fjölmiðlar standa sig illa í að upplysa landann um innviði íslensks efnahagslífs og áhrif útrásarinnar á efnahag hins almenna manns; skattborgarans, launþegans, lántakandann o.s.frv. - sérstaklega í ljósi mögulegrar niðursveiflu.
Ólafur Als, 3.2.2008 kl. 11:53
Fjölmiðlar standa sig afar illa, miðað við hagsmuni almennings, þeir beygja og sveigja, snúa öllu á hvolf, draga taum og eyðileggja sjálfstæða hugsun, með einhliða umfjöllun og hreinum og beinum heilaþvotti.
Þeir eiga að teljast "fjórða valdið", veita stjórnkerfinu aðhald fyrir hönd almennings, en eru fyrir löngu (ef þetta einhverntíma var öðruvísi) orðnir kórinn í ríkis(batterís)kirkjunni.
...annars er hagkerfið á bullandi niðurleið, ekki bara á íslandi, heldur í öllum heiminum, spurning hvort við höfum peninga yfirleitt eftir nokkur ár, eða bara eitthvað annað kerfi. Ef svo fer, þá vona ég að við gerum okkar eigin kerfi, tökum ekki bara við næsta stjórntækinu að ofan.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.