Stóri slagurinn er á morgun

Staðan í forvalinu stóra á morgun er óviss í all nokkrun ríkjum en í sumum er hún afgerandi. Hjá Demókrötum er Clinton afgerandi sterkari í norðausturhorni Bandaríkjanna á meðan Obama virðist sterkari víða annars staðar. Reyndar bættist enn einn kunnur stuningsmaður í hóp Obama, en eiginkona Arnolds ríkisstjóra, Maria Shriver, lýsti yfir stuðningi við hann í gær. Í Kaliforníu virðist Clinton enn lítillega sterkari en óákveðnir gætu sett strik í reikninginn all víða. Hjá Repúblikönum er McCain sterkari víðast hvar, Romney kemur sterkur inn hjá sínu fólki í Utah og Huckabee krækir í atkvæði hér og þar.  Hér gefur að líta meðaltalstölur skoðanakannanna síðustu daga fyrir 9 ríki:

Kalifornia

Demókratar Repúblikanar 

Clinton 44% McCain 35%

Obama 40% Romney 34%

Óákveðið 16% Huckabee 14%

Connecticut

Demókratar Repúblikanar

Clinton 48% McCain 43%

Obama 35% Romney 35%

Óákveðið 17% Huckabee 12%

Delaware

Demókratar Repúblikanar

Clinton 44% McCain 41%

Obama 42% Romney 35%

Óákveðið 14% Huckabee  7%

Georgia

Demókratar Repúblikanar

Obama 47% McCain 33%

Clinton 41% Romney 27%

Óákveðið 12% Huckabee 18%

Illinois

Demókratar Repúblikanar

Obama 51-55% McCain 43-48%

Clinton 24-40% Romney 20-34%

Óákveðið  9-21% Huckabee  3-15%

Í Illinois eru skoðanakannanir afar misvísandi en heldur hefur staða Obama og McCain styrkst síðustu daga, svo og Romneys.

Missouri

Demókratar Repúblikanar

Clinton 44% McCain 34%

Obama 43% Huckabee 28%

Óákveðið 13% Romney 24%

Keppnin er einnig mjög jöfn í Arizona hjá Demókrötum, líkt og í Missouri 

New Jersey

Demókratar Repúblikanar 

Clinton 46% McCain 52%

Obama 39% Romney 26% 

Óákveðið 15% Huckabee  6%

New York

Demókratar Repúblikanar

Clinton 54% McCain 61%

Obama 38% Romney 24%

Óákveðið  8% Huckabee  6%

Utah

Demókratar Repúblikanar

Obama 53% Romney 84%

Clinton 29% McCain  4%

Óákveðið 18% Óákveðið 12%

Á landsvísu leiða Clinton og McCain, hvort í sínum flokki. Forskot Clintons á Obama (44% á móti 42% skv. meðaltali 5 stórra skoðanakannanna) hefur farið minnkandi með degi hverjum undanfarið á meðan forskot McCains hefur aukist á helstu keppinauta sína, Romney og Huckabee (44% á móti 29% og 18% skv. sömu skoðanakönnunum).  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband