Brestur samstaðan hjá Repúblikönum?

Innan Demókrataflokksins hafa jafnan átt sér stað átök sem hafa blossað upp og skaðað flokkinn. Sumir gætu sagt að þetta endurspegli lifandi og ferska umræðu, á meðan aðrir gætu fundið að skorti á samhug og samstöðu. Repúblikanar hafa hins vegar verið þekktir fyrir að flykkja sér að baki fulltrúum sínum og hefur það reynst þeim afar dýrmætt, sérstaklega í síðustu tveimur forsetakosningum. Án þessarar samstöðu hefði Bush yngri aldrei sigrað. Reyndar benda margir á að Nader hafi stolið sigrinum frá Gore árið 2000, en ekki hæstiréttur.

Nú, hins vegar, horfir öðruvísi við. Ósætti innan Demókrata er sem stendur í skugga spennandi baráttu á milli tveggja sterkra frambjóðenda en á meðal Repúblikana hefur velgengni McCains orðið til þess að íhaldsarmur flokksins hefur kvartað mjög. Repúblikanaflokkurinn er ekki jafn samstæður sem fyrr og hafa framámenn innan flokksins reynt að bera klæði á vopnin. Ein þekkt íhaldskona, Ann Coulter, hafði jafnvel á orði að hún myndi styðja Clinton umfram McCain þar eð stefnuskrá Clintons væri íhaldsamari.

Víst er að enginn fulltrúi flokkanna telst til vinstri út frá mælistiku N-Evrópu - þeir myndu allir vera hægra megin við miðju í efnahagsmálum og allt frá að vera hófsamir yfir í að vera íhaldsamir í félagsmálum, enginn yfirmáta frjálslyndur. Í besta falli væri hægt að kalla nokkra frambjóðendur frjálslynda eða hófsama hægri menn. En svona eru stjórnálin þar vestra. Hér heima hafa margir trú á Clinton og virðist það fara í taugarnar á sumum hve vel gengur hjá Obama þessa dagana.

Þrátt fyrir að Demókratar ættu að vinna kosningarnar í haust, virðist McCain hafa nokkra möguleika. Einn hæfileiki hans felst m.a. í því að hann getur starfað með pólitískum andstæðingum í mikilvægum málum. Ef íhaldsarmur Repúblikana sættist við McCain hefur hann von um að fá til sín hið svo kallaða kristna fylgi. Ef honum tækist það hefur hann möguleika - en án þess er gatan greið yfir í Hvíta húsið fyrir frambjóðanda Demókrata.


mbl.is Ofurspenna í 24 ríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband