Clinton ađ tapa í Kaliforníu - Huckabee sigrar í V-Virginíu

Ef rétt reynist ađ straumurinn yfir til Obama síđustu dćgrin sé ađ fćra honum sigur í Kaliforníu er ekki von á góđu fyrir Clinton. Henni mun vegna vel í sínu heimaríki og nágrenni en nćr alls stađar hefur Obama sótt á. Clinton og Obama hafa svipađar áherslur í stefnuskrám sínum, munurinn liggur í persónum ţeirra fyrst og fremst. Annars vegar er hin margreynda frú Clinton, sem leggur áherslu á reynslu sína og ţekkingu á málefnum stjórnmálanna í Washington, til ţess ađ hrinda í framkvćmd breyttum áherslum. Hins vegar er hinn ferski Obama, sem bođar breytingar og nýja sýn í krafti nýs fólks. Obama hefur vakiđ von í brjósti margra Bandaríkjamanna um ađ framundan séu breyttir og betri tímar - ađ hann geti sameinađ ţjóđina á margan ţann hátt sem Clinton tćkist ekki.

Rétt í ţessu var Huckabee ađ tryggja sér sigur á lokuđu ţingi 1.100 Repúblikana í V-Virginíu, ţar sem kosiđ var ţar til einn frambjóđenda fékk meirihluta. Hann rétt marđi Romney og fćr ţví alla fulltrúa ríkisins, eđa 18 talsins. Huckabee gćti mögulega unniđ eitt eđa tvö önnur ríki á međan McCain mun líklegast sigra í alla vega 15. Romney gćti unniđ í fáeinum en eins og stađan er núna, og ađ ţví gefnu ađ McCain sigri í Kaliforníu, má segja ađ McCain standi međ pálmann í höndunum.


mbl.is Obama međ forskot í Kaliforníu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband