Huckabee kemur á óvart - McCain sigrar þar sem telur - Clinton að bjarga sér í Kaliforníu

Huckabee hefur virkilega komið á óvart og sigrað í nokkrum ríkjum, sérstaklega í suðrinu. Hann hefur að vísu ekki fengið margar fulltrúa en góður árangur hans nú gæti orðið til þess að hann héldi áfram um sinn. Að sama skapi halaði Romney inn örfáum sigrum sem gæti haldið lífi í hans baráttu. Þó svo að McCain hafi e.t.v. ekki sigrað í jafn mörgum ríkjum og sumir spáðu virðist hann vera á góðri leið með að sigra þar sem mestu máli skiptir, þ.e. í stóru ríkjunum á borð við New York, New Jersey og California. Við munum því væntanlega sjá þriggja manna keppni enn um sinn hjá Repúblikönum.

Í Kaliforníu er Clinton að takast hið ótrúlega og sigra, sem bjargar nóttinni fyrir hana því Obama virðist hafa gengið vel víða annars staðar og mun sigra í meirihluta ríkja. Atkvæði utankjörstaða, sem voru óvenju mörg í Kaliforníu, gætu hafa hjálpað Clinton verulega að þessu sinni. Baráttan á fullu hjá Demókrötum og óvíst um úrslit.


mbl.is McCain á sigurbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband