6.2.2008 | 11:45
Mun draumurinn kljúfa einingu Demókrata?
Ósætti innan Demókrataflokksins er þekkt fyrirbæri og hefur að sögn löngum verið fylgifiskur flokksins. Til þessa hefur áherslan verið á jafnri baráttu Clintons og Obama þar sem ekki er ljóst hvor sigrar. Þegar fram í sækir gæti söguleg barátta konunnar og svarta mannsins valdið óánægju og gremju sem gæti skaðað Demókrata. Sem stendur hefur Clinton vinninginn vegna sigra í stóru ríkjunum en afar mjótt er á mununum. Ef ekki hefði verið fyrir sigurinn í Kaliforníu væri Obama nú klárlega í forystu (Clinton getur m.a. þakkað góðan árangur fyrirfram greiddum atkvæðum). Hjá Repúblikönum hafa átök borist upp á yfirborðið að undanförnu þar eð íhaldsarmur flokksins telur McCain ekki nógu íhaldssaman. Hins vegar má búast við að Repúblikanar hafi nú meiri tíma til þess að stilla saman sína strengi fyrir átökin í haust.
Nokkuð merkileg staða er komin upp ef skoðað er gott gengi McCains. Hann stendur sig vel í stóru ríkjunum líkt og Clinton, og verður ekki séð hvað gæti komið í veg fyrir útnefningu hans hjá Repúblikönum. Væntanlega munu Romney og Huckabee halda áfram enn um sinn en fljótlega hætta eftir það. Ríki á borð við New York og California hafa kosið Demókrata í undanförnum forsetakosningum en McCain er einmitt sterkur í sömu ríkjum og fleirum hefðbundnum Demókrataríkjum. Hann er að sama skapi ekki svo sterkur í mörgum hefðbundnum Repúblikanaríkjum en sömu sögu má segja um Clinton. Obama virðist hins vegar hafa styrk í mörgum sterkum Repúblikanaríkjum en aftur á móti ekki jafn sterkur í hefðbundnum Demókrataríkjum. Hér er því um margar forvitnilega fléttur að ræða og mun ekki skorta á greiningar sérfræðinganna á næstunni.
Hætta á klofningi demókrata | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.