6.2.2008 | 12:04
Berlusconi væntanlegur að nýju!
Ítölsk stjórnmál eru nokkuð sérstök að áliti margra fyrir utan Ítalíu en að sama skapi afar eðlileg fyrir Ítali sjálfa. Hefð er fyrir samkrulli miðju- og hægriafla við stjórnvölinn en jafnframt að sérhver stjórn hafi ekki verið langlíf. Fyrir tæpum tveimur árum tókst miðjumanninum Prodi að komast til valda og setja til hliðar hinn litríka og hvatvísa Berlusconi.
Til þess að tryggja nauman meirihluta hefur Prodi þurft að styðjast við róttæka vinstri flokka sem að áliti margra hafa ekki enn áttað sig á að múrinn féll og kommúnisminn með honum. Það hefur því ekki verið friðsamlegt á stjórnarheimilinu enda fór svo að stjórnin féll í síðustu viku. Nú boðar forsetinn til kosninga en fastlega er búist við að Berlusconi muni endurheimta stjórnartaumana í stjórn miðju- og hægriflokka.
Þing rofið á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:05 | Facebook
Athugasemdir
Æ, Ólafur, kynntu þér málin áður en þú fjallar um þau. Það var kaþólskur smáflokkur sem sprengdi stjórnina, báðir kommúnistaflokkarnir í ríkisstjórninni stóðu sterkt að baki Prodi. Berlusconi klíkan hefur líklega róið endalaust í miðjusmáflokknum með loforðum um gull og græna skóga.
Guðmundur Auðunsson, 7.2.2008 kl. 12:15
Æi, Gudmundur, taktu nú betur efitr skrifum mínum - að sögn dansks "sérfræðings" á einni sjónvarpsstöðinni hér hefur verið ófriðlegt á stjórnarheimilinu - sagði ekkert um hver sprengdi á endanum - sami aðili gaf í skyn að málamiðlanir við kommúnistaflokka hafi í gegnum tíðina gert vinstri- og miðjubandalögum erfitt fyrir að keppa við einingu miðju- og hægrabandalaga. Veit ekkert um téð loforð Berlusconis eða fylgismanna hans - en þú, sem hefur kynnt þér málin, getur væntanlega sagt okkur frá eyðileggingarstarfsemi nefndrar klíku.
Ólafur Als, 7.2.2008 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.