Öryggi Afganistan krefst blóðugra fórna, m.a. af hálfu NATO

Ég hef áður fjallað um hve málin hafa þróast misvel í Afganistan. Talibanar og önnur uppreisnaröfl eru óupprætt og nú á vordögum er búist við enn einni hrinu ofbeldis af hálfu þeirra. Áætlað er að nokkuð vanti á þann fjölda aðsendra hermanna sem þarf til þess að takast á við ofbeldisöflin. Auk Bandaríkjamanna hefur NATO borið þunga af þessum átökum - en fjölmargar þjóðir NATO hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar og telja Bandaríkjamenn sig knúna til þess að bæta við liðssafnað sinn; úr 27.000 hermönnum í 30.000.

Sameinuðu Þjóðirnar og stærstur hluti heimsbyggðarinnar hefur lagt blessun sína á að uppræta Talibana og reyna að koma á friði í Afganistan. Sú viðleitni kostar mannslíf og enn og aftur eru Bandaríkjamenn látnir bera þyngstu byrðarnar. Sem hernaðarbandalag í hlutverki n.k. öryggislögreglu er NATO ætlað að senda hermenn til átakasvæða og hinn grimmi veruleiki segir okkur að þar munu hermenn falla. Bandaríkjamenn, ásamt með örfáum aðildarríkjum, geta ekki eilíft borið þá byrði að senda ungviðið til blóðugustu átakanna.

Það geta ekki allir verið stikkfrí líkt og Íslendinga. Þjóðverjar, Frakkar, Ítalir og Tyrkir verða að sögn Gates senda fleiri hermenn til Afganistan ef eigi að halda NATO samstarfinu heilu. Ellegar gæti svo farið að NATO myndi klofna. Rice, sem er í heimsókn í London að ræða við Brown, bendir á að öryggi Afganistan verði ekki tryggt alveg á næstunni og því verði NATO þjóðirnar enn um skeið að senda ungt fólk til blóðugra stríðsátaka. Rice segir jafnframt að stefnt sé að uppbyggingu afganskra öryggissveita en bendir á að slíkt muni taka tíma.


mbl.is Framtíð NATO í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afganistan verður ekki unnið af erlendum árásarher. Þetta vita Rússar. Bandaríkjamenn héldu að þeir gætu gert betur. Börn.

S.Benediktsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 07:15

2 Smámynd: Ólafur Als

Hér gætir þess misskilnings hjá þér, S.Benediktsson, að Bandaríkjamenn ætli sér að "vinna" Afganistan. Stendur ekki til, hvorki af þeim eða NATO. Að koma á "friði" og tryggja öryggi landsins krefst fórna, sem fela m.a. í sér líf ungra hermanna í átökum við Talibana og önnur ofbeldisöfl.

Ólafur Als, 7.2.2008 kl. 07:28

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ólafur, þessu lýkur aldrei með afskiptum NATO. Það á að draga allan her út úr þessu volaða landi og láta þetta fólk afskiptalaust, þau sköpuðu sjálf þetta ástand og geta bara lagfært það sjálf að sama skapi. Ef íbúarnir þarna vilja í alvöru frið, finna þeir sjálfir leiðina til þess.

Haukur Nikulásson, 7.2.2008 kl. 07:52

4 Smámynd: Ólafur Als

Haukur, sú leið var farin hér um árið - en afleiðingin var m.a. að Talibanar fóstruðu hryðjuverkaskóla sem sendu hryðjuverkasveitir víða um heim í fjöldamorðsárásir. Hafa menn e.t.v. gleymt Bin Laden og hans hatursglöðu drengjum? Hugmyndin er að vísu heillandi en bara ekki raunhæf.

Við Íslendingar höfum mörg lítinn skilning á hernaðarátökum og fórnum sem þeim fylgja - stundum er jafnvel gefið í skyn að stjórnmálamenn sendi ungviði landa sinna með glöðu geði til blóðugra átaka. Ég veit stundum ekki hvort er ljótara, fáfræði Íslendinga eða hryllingur þess stríðshrjáða umhverfis sem stór hluti mannkyns glímir eilíflega við.

Ólafur Als, 7.2.2008 kl. 08:10

5 identicon

Bandaríkjamenn voru dregnir inn í seinni heimsstyrjöldina og fórnuðu þúsunda hermanna til þess að losa okkur undan nasista-glæpagenginu. Það er eins og allir gleymi því. Það er ekki langt síðan (stuttu áður en ég fæddist, eða 19 árum).

Hér kemur hugmyndin af friði í Afganistan: það þarf að finna nokkur þúsund skeggjaða, dökkhærða múslima, hliðholla vestrinu. Heilaþvo þá af ágæti lýðræðisins. Bjóða þeim góða borgun. Mennta þá í Kóraninum. Byggja upp þúsundir Kóranskóla í Afganistan.
Í þessum skólum mundu síðan nemendurnir vera óbeint fræddir um vestræn gildi, svo sem lýðræði, mannréttindi o.s.frv. Náttúrulega kennt að lesa, reikna og allt það líka. En láta þetta líta út sem fundamental kóranskóla.

Ekkert annað mun virka :-)

Kær kveðja frá Þýskalandi

Einar (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:02

6 Smámynd: Sigurður Árnason

Hehehehe Þessi var ansi góður Einar, ekki slæm hugmynd , en raunhæf, það væri indælt:)

Sigurður Árnason, 7.2.2008 kl. 10:59

7 identicon

mig minnir að Rússarnir hafi unnið Nazista ekki BNA, það voru rússarnir sem tóku á móti 80% af þýska hernum og BNA bara 20% þannig að halda að Bna hafi unnið þá er hreinn barnaskapur

ólafur (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:08

8 Smámynd: Ólafur Als

Ætli sagan kenni okkur ekki að án Bandaríkjamanna hefðu Rússar ekki náð að sigra Hitlersgengið. Ekki Bretar heldur ... o.s.frv.

Ólafur Als, 7.2.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband