7.2.2008 | 08:51
Sér ekki fyrir endann á hryllingnum?
Í heim haturs og öfga er stutt í hryllinginn. Að þjálfa börn til stríðsátaka er vissulega ekki nýtt fyrirbrigði, hvorki í þessum heimshluta né sumum öðrum. Nægir þar að nefna fjölmörg dæmi um slíkt frá stríðátökum í Afríku en hefur einnig sést í suður og suðaustur Asíu. Í miðausturlöndum hefur það t.d. tíðkast að senda ungviðið, að vísu komið á unglingsár, í sjálfsmorðsárásir að drepa sjálft sig og nokkra Gyðinga í leiðinni. Undir áhrifum Islam hafa fjölmargir foreldrar glaðst yfir morðárásum af því tagi og um skeið þáðu þeir stoltir greiðslur frá einræðisherranum Saddam Hussein, 10.000$ per fjölskyldu.
Árásum hefur vissulega fækkað í hinu stríðshrjáða landi Írak upp á síðkastið. Einhverjir gætu sagt að erlendar hersveitir, undir forystu Bandaríkjamanna, hafi náð að koma böndum á s.k. uppreisnar- og ofbeldisöfl. Aðrir benda á að þeir geti sjálfum sér um kennt vegna íhlutunar sinnar. En hatrið er mikið sem drífur öfgaislamistana áfram og þeir munu ekki gefast upp í bráð. Þeim er í raun ekkert heilagt, þegar mannslíf eru annars vegar. Ef foreldrar geta glaðst yfir sjálfsmorðsárásum stálpaðra barna sinna, hví ekki að fara örlitlu neðar í aldursstiganum?
Eins og gefur að skilja munu einhverjir kenna Bandaríkjamönnum um - líkt og þeir beri einir ábyrgð á islamiskum fasisma þessa dagana. Sú hugsun er um sumt skiljanleg í ljósi þess að þeir, ásamt með Bretum og all nokkrum bandamönnum, réðust inn í Írak. Síðan þá hefur öfgaislamistum vaxið ásmegin og stór hluti haturs þeirra beinst að Írak. En islamiskur fasismi á sér lengri sögu en sem nemur stríðsrekstri Bandaríkjamanna í Írak og virkjun barna til blóðsúthellinga verða islamistarnir að bera einir ábyrgð á.
Myndbönd sýna börn bera vopn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:54 | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt og ekki orð um það meir.
Þórður Breiðfjörð (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.