7.2.2008 | 12:54
Cameron er Robbie Rotten ...
Hugmynd Íhaldsflokksins er í sjálfu sér góð, nema fyrir það að Latibær hefur ekkert með Íhaldsflokkinn breska að gera - og allt eins útlit fyrir að herferðin snúist í höndunum á flokknum og leiðtogi hans, Cameron, fái viðurnefnið Glanni glæpur eða Robbie Rotten upp á kóngsins ensku. Reyndar er Glanni glæpur skemmtilegur karakter, sem gefur þáttunum inntak og breidd, en eflaust vilja stjónmálamenn vera lausir við að vera líkt við gæjann.
Vera má að íhaldsmenn breskir telji hetju Latabæjarþáttanna vera almenningseign og að þeir meini nú ekkert nema gott með því að nota Spartacus, hetju þáttanna, í herferð sinni. En það er án leyfis frá framleiðendunum hér heima og á meðan geta forráðamenn Verkamannaflokksins gert sér mat úr nefndum undirlægjuhætti Camerons og kallað hann Rotten.
Íþróttaálfurinn ekki í Íhaldsflokknum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.