7.2.2008 | 21:59
Og hjartað sló hraðar ...
Til hamingju drengir - það hafðist að lokum. Enn erum við með tak á Njarðvíkingum, sem mun koma að góðum notum síðar. Nú er bara að hrista af sér Grindavíkurdrauginn og halda áfram að gera góða hluti. Það gleður KR-hjartað að körfuboltadeildin heldur uppi heiðri okkar í flokkaíþróttum - ekki veitir nú af. Muna svo að styðja stelpurnar líka!
Ótrúlegar sveiflur - KR sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eruð þið með tak á Njarðvík? Var ekki Njarðvíkurliðið að slá ykkur út úr 8. liða bikar fyrir þremur vikum síðan?
joi (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 22:16
jú, jú, en erum við ekki búnir að sigra í báðum leikjunum í deildinni - og ekki gleyma sigrunum í úrslitunum í fyrra ...
Ólafur Als, 7.2.2008 kl. 22:22
Eitt sem mér finnst ansi skondið...í mogganum í dag er heil síða um leikinn. Þegar Njarðvík tók KR í bakaríið í bikarnum var ein settning sem stóð Njarðvík vann Kr. Það er greinilega ekki sama hver vinnur. Ömurlegt þegar fréttaritarar eru svona hlutdrægir.
Jón (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 12:29
Jón, ef rétt er skil ég þig vel! Mat fréttamanna er stundum á skjön við eigið mat.
Ólafur Als, 8.2.2008 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.