Mun skynsemin sigra að lokum?

Jón Magnússon reifaði á bloggi sínu fyrir skemmstu að honum fyndist núverandi tóbaksvarnarlög allt of ströng og að þau uppfylltu ekki s.k. meðalhóf eða það sem siðað fólk gæti kallað almenna mannasiði. Á sínum tíma, þegar heilbrigðispostularnir komu lögunum í gegnum alþingi, voru örfáar raddir sem mótmæltu, flestir voru forræðinu samþykkir eða höfðu ekki bein í nefinu til þess að standa í vegi fyrir rétthugsun forræðisaflanna.

Á meðal þingmanna sem mótmæltu var Sigurður Kári, sem benti réttilega á að lögin tækju ekki til greina að reyna að fara mildari leið að settum markmiðum. Að löggjafinn færi offari í að vernda borgarana fyrir sjálfum sér. Skynsemi orða hans fékk ekki hljómgrunn þá og svo fór að þingheimur samþykkti ofbeldislög, sem nú er tækifæri til að leiðrétta. Til hamingju með gott framtak Jón og þið hin.


mbl.is Vilja leyfa reykingaherbergi á skemmtistöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband