Clinton í vörn - McCain næsta öruggur

Obama sigraði Clinton með nokkrum yfirburðum í gær og hefur nú unnið í átta prófkjörum í röð. Obama, sem alla jafna hefur náð betur til ungra kjósenda, þeldökkra og sterk efnaðra hlaut einnig náð hjá konum og hvítum að þessu sinni. Hvort heldur er horft til aldurs, kynþáttar, efnahags eða óháðra, alls staðar stóð Obama sig vel á móti andstæðingi sínum. Þetta boðar ekki gott fyrir Clinton, sem hefur til þessa getað treyst á konur, verkamenn og aldraða. Nú hefur hún sagt að hún muni leggja allt í að sigra í Texas og Ohio.

Í Texas búa fjölmargir af spönskum uppruna, sem hafa til þessa stutt Clinton umfram Obama, og hún þekkir vel til í ríkinu (næsta ríki við Arizona). Í Ohio hefur ríkisstjórinn lýst yfir stuðningi við hana, sem ætti að hjálpa henni í grasrótinni, en að undanförnu hefur mátt merkja þreytu í herbúðum hennar, samanborið við eldmóðinn sem einkennir starfið hjá stuðningsmönnum Obama. Clinton er komin í vörn og hrókeringar í forystusveit kosningamaskínunnar munu ekki einar snúa taflinu henni í hag.

Obama hefur nú fleiri fulltrúa að baki sér en Clinton. Kastljósið mun í auknum mæli beinast að honum, nú þegar hann leiðir hjá Demókrötum. Kvartanir hafa borist úr herbúðum Clintons um að fjölmiðlar hafi dregið taum Obamas fram til þessa. Með Obama er í forystu er allt eins víst að umfjöllunin verði harðari. Obama hefur og beint sjónum sínum að McCain og stefnu Repúblikana en að öðru leyti hafa sumir fréttaskýrendur bent á að þau verkefni sem Obama vill hrinda í framkvæmd muni kosta skattgreiðendur yfir 800 milljarða dollara umfram núverandi útgjöld.

McCain náði sér vel á strik í gær eftir slaka frammistöðu um helgina. Hann sigraði Huckabee örugglega í öllum þremur ríkjunum og er nú kominn með yfir átta hundruð fulltrúa á móti rúmum tvö hundruð hjá Huckabee. Flokksforystan virðist hægt og bítandi ætla að standa að baki McCain en hann á samt langt í land með að sannfæra marga góða og gilda íhaldsmenn. Ekkert getur nú staðið í vegi fyrir útnefningu McCains á landsþingi Repúblikana í Minneapolis í byrjun september.


mbl.is Obama leiðir kapphlaupið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband