Óvissa framundan

Framundan eru verulegir óvissutímar í efnahagsmálum landsins. Verðbólgan gerir nú vart við sig af meiri krafti og ekki fyrirséð að hún muni lækka alveg á næstunni. Hún gæti hins vegar orðið viðráðanleg síðar á árinu. Neysluvörur eiga eftir að hækka í ljósi gengislækkunar og hækkana erlendis, olíuverð gæti hækkað og íslensku fjármálastofnanirnar hafa orðið fyrir skakkaföllum sem ekki sér fyrir endann á. Landbúnaðarvörur munu og hækka og fyrir liggur að kauphækkanir verði verulegar til fjölda fólks. Allt mun þetta þrýsta verðlagi upp á við.

Hins vegar eru hjól efnahagslífsins farin að hægja á sér og óvíst hvað verður um frekari uppbyggingu, m.a. í stóriðnaði, og samdrátturinn í sjávarútvegi mun reyna á afkomu margra. Seðlabankinn hefur því tvo vonda kosti, annars vegar að viðhalda háum stýrivöxtum til þess að mæta verðbólguskotinu og hins vegar að lækka þá til þess að smyrja hjól efnahagslífsins. Reyndar snýr valið að tímasetningu, umfram margt annað. Áhrif til örvunar efnahagslífsins tekur lengri tíma að ná fram og ef menn draga það of lengi gætu menn horft fram á millibils-ástand sem líkja mætti við skell. Slíkt gæti haft margföldunaráhrif til hins verra og gert að engu fyrirætlanir um efnahagslegan stöðugleika.


mbl.is Hækkunin kom ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband