Einu sinni vorum við góðir ...

Ljóst er að það er erfitt að vera stuðningsmaður Leeds Utd. þessa dagana og árin. Ég hef burðast við að halda með félaginu frá árinu 1970 þegar ég sem gutti fékk aðdáun á köppunum sem héldu uppi gullaldarliði Leeds á sjöunda og áttunda áratugnum. Billy Bremner, Peter Lorimer, Allan Clark, David Harvey, Eddie Gray, Jack Charlton og fleiri undir stjórn Don Revie urðu til þess að ég héldi með Leeds í stað Arsenal, Chelsea, Tottenham eða jafnvel Derby. Á þessum árum fékk liðið viðurnefnið "Number two" vegna þess hve oft þeir voru nálægt því að vinna titla. Á árunum 1965 til 1974 lentu þeir 5 sinnum í öðru sæti en höfðu það af að sigra tvisvar, árin 1969 og 1974. Á sama tímabili töpuðu þeir bikarúrslitaleik þrisvar og lágu fyrir Bayern Munchen í úrslitaleik um Evrópumeistaratitilinn árið 1975.

Á tíunda áratugnum leiddi Wilkinson Leeds aftur til nokkurrar frægðar, hann fékk Cantona í lið með sér og titillinn vannst árið 1992. Næstu ár gekk ekki jafn vel og um síðir tók David O´Leary við stjórastarfinu. Hann kom Leeds í undanúrslit Meistaradeildarinnar árið 2001 en síðan þá hefur allt gengið á afturfótunum, O´Leary, ásamt með stjórnarformanni Ridsdale, skildu félagið eftir með botnlausar skuldir, árangur sem var af taginu "næstum því gott" og stjörnur félagsins þurfti allar að selja. Síðan þá hefur varaliðið, undir forystu fjölmargra þjálfara, verið á öruggri siglingu niður deildir og þrátt fyrir gott gengi framan af vetri þetta tímabilið hefur liðið einungis krækt í 4 stig í síðustu 7 leikjum. Ég fæ vart séð að karlinn hann Bates nái að sækja þessi 15 stig en hver veit. Ekki veitir af ef menn eiga að gera sér vonir um að komast upp í 1.deildina.


mbl.is Mál Leeds loks fyrir gerðardóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra í "gömlum Leedsara" sem þekkir söguna svona vel. Tek undir með síðasta ræðumanni. Vonandi fer að ganga betur hjá köppunum.

Jonas (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 20:04

2 identicon

Já það er alltaf gott að heyra í Leedsurum um víða veröld.  Tek einnig undir með síðasta ræðumanni.  Og málið er ósköp einfalt:  Traustir í meðbyr og tryggir í mótbyr

Ingi (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, þetta er ekki gott mál hjá okkur. Leeds er eins og háskólaprófessor í leikskóla í þessari deild.

Mot.

Jón Halldór Guðmundsson, 28.2.2008 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband