28.2.2008 | 07:26
Enn einn sigur öfganna?
Vont er ef rétt er. Einhverra hluta vegna hélt ég að Danir væru hugumstærri en þessi viðbrögð sýna. Ekki svo að skilja að maður átti sig ekki á hugsanagangi foreldranna sem hér um ræðir - öryggi barna er jú afar viðkvæmt efni. En hér er enn eitt dæmið um að öfgarnir hafa sigrað og breytt venjulegum borgurum í verkfæri hugmynda-fræði sinnar. Við þekkjum dæmin úr kúgunarsamfélögum nasismans og kommúnismans. Forvitnilegt verður að fylgjast með viðbrögðum fjölmiðla og stjórnmálamanna hér í Danmörku - því ekki getur það verið ásættanlegt að fólk missi vinnu sína yfir gjörðum eða hugsunum maka sinna.
P.S. Bæjarstjóri Árósa, Louise Gade frá Venstre, hefur nú afturkallað brottrekstur frú Westergaard en allt eins víst að sú aðgerð verði rædd frekar ...
Eiginkona Westergaard missir vinnuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:40 | Facebook
Athugasemdir
Nei, það er búið að afturkalla ósóma (osama), sjáðu færslu mína, sem kom stundarkorn á undan þinni.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 28.2.2008 kl. 07:34
Jú, er búinn að laga hjá mér ...
Ólafur Als, 28.2.2008 kl. 07:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.