Hver er hagurinn af tvöföldun Reykjanesbrautar?

Hér er væntanlega um góðar fréttir að ræða fyrir þá fjölmörgu sem um Reykjanesbrautina fara. Nú ætti að sjá fyrir endann á framkvæmdum við tvöföldun vegarins. Áhugavert væri ef fjölmiðlar tækju saman reynslu síðustu ára og bæru saman við árin þar á undan og gæfu tvöföldun vegarins einhvers konar einkunn. Hefur dauðaslysum fækkað, hvað með alvarlegum slysum o.s.frv? Einnig mætti skoða umferðarhraðann, ánægju íbúa suður með sjó og þeirra sem um veginn fara og bera allt saman við kostnaðinn af framkvæmdunum. Hér er gott tækifæri til góðrar blaðamennsku í stað þess að bíða þurrar skýrslu frá Vegagerðinni eða upptalningar frá tryggingafélögunum.


mbl.is Eykt lýkur við brúarsmíði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ég man rétt voru u.þ.b. sex dauðaslys á ári á Reykjanesbrautinni þegar hún var aðeins einföld, en síðan að fyrsti kafli tvöföldunarinnar komst í gagnið þá hefur ekkert dauðaslys orðið.

Rafn Steingrímsson (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 14:08

2 Smámynd: Ólafur Als

Ég heyrði eitthvað svipað en að sama skapi að alvaregum slysum hefði fjölgað ...

Ólafur Als, 1.3.2008 kl. 16:16

3 identicon

Fjöldi látinna skv. slysakortum í skýrslum frá rannsóknarnefnd umferðarslysa: 

1998:  0  1999:  0  2000:  4  2001:  1  2002:  0  2003:  5  2004:  1  2005: 0  2006:  0 

HG (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: Ólafur Als

Já, maður man eftir dauðsföllunum frá 2003-4 ... en varð nokkur dauðaslys í fyrra?

Ólafur Als, 1.3.2008 kl. 17:53

5 identicon

Þetta banaslys varð á Reykjanesbraut 2006. Held að það hafi ekki orðið banaslys í 2007.

http://www.ruv.is/heim/frettir/stort/frett/store64/item94813/

Vigfús (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 19:00

6 identicon

Það á líka eftir að tvöfalda kaflann frá Hafnarfirði vestur fyrir Ísal. Það er eins og menn hafi alveg gleymt honum.

Vigfús (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 19:04

7 identicon

Þetta slys var á Reykjanesbraut milli Hfj og Rvk (í Molduhrauni).  Tölurnar að ofan eru miðaðar við milli Hfj og Keflavíkur.  Hvað varðar að alvarlegum slysum hefði fjölgað þá kæmi mér það á óvart, hef þó ekki skoðað tölfræðina um það.  Almennt þá hefur breyting úr 1+1 í 2+1 eða 2+2 í för með sér mikla fækkun banaslysa og alvarlegra slysa (getið m.a. fundið skýrslu um þetta á heimasíðu Vegagerðarinnar).  Hinsvegar getur verið að vinnan við tvöföldunina á restinni af veginum hafi neikvæð áhrif á öryggið tímabundið. 

HG (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 19:25

8 identicon

Já það er rétt en þessu banaslysi er alltaf sleppt í allri umræðu þótt þetta sé hluti af Reykjanesbrautinni. Fólk virðist vilja halda í núllið.

Vigfús (IP-tala skráð) 1.3.2008 kl. 19:51

9 Smámynd: Ólafur Als

Já, er ekki ástæða til að líta betur á málið í heild sinni og fá allar staðreyndir fram ...

Ólafur Als, 1.3.2008 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband