Á að vernda framleiðslu hefðbundinna landbúnaðarvara?

Matvælaverð mun hækka verulega í næstu framtíð, eins og vikið hefur verið að í umræðu um verðlagsmál og matvælaframleiðslu. Hækkanir á mjólkurvörum, kjöti og ekki síst alls kyns kornvörum eiga eftir að hellast yfir ekki bara Ísland, heldur heimsbyggðina alla. Aðföng hafa og munu halda áfram að hækka, sbr. miklar hækkanir á verði áburðar og hækkun nær allra þátta sem varða framleiðslu matvara. Hér í Danmörku hafa sumar mjólkurvörur þegar hækkað í verði (lítrinn kostar út úr búð 80 til 110 IKR) og allt útilt fyrir að brauð, kjötvörur og annað ónefnt fylgi fljótlega í kjölfarið.

Hækkun matvælaverðs mun auka pólitískan þrýsting á að Ísland opni landamæri sín enn frekar fyrir innflutningi hefðbundinna landbúnaðarvara, s.s. kjöts og osta. Framleiðsla sumra landbúnaðarvara eru vegna hnattstöðu landsins erfið og ekki hagkvæm, samanborið við lönd á suðlægari breiddargráðum. Hins vegar verðum við að geta framleitt okkar eigin mjólk og tengdar vörur, sem seint yrði hagkvæmt að flytja inn. Í því ljósi er hægt að réttlæta vernd til handa hluta landbúnaðarframleiðslunnar, m.a. í formi opinberra styrkja. Um suma aðra matvælaframleiðslu gilda engin slík rök.


mbl.is Bændur þinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Als

Hér er vitnað í öryggissjónarmið, sem eru góð og gild, þó ég gangist ekki inn á þau, þ.e. vegna hættu á að aðflutningar skerðist. Fiskurinn í sjónum og landbúnaður án styrkja fullnægja næringarþörfum Íslendinga - þó þeir væru margfalt fleiri.

Ólafur Als, 2.3.2008 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband