2.3.2008 | 22:34
Gott gengi í Meistaradeildinni
Eftir slakan fyrri hálfleik, þar sem ungverska liðið leiddi 11:14, tók GOG sig saman í andlitinu í síðari hálfleik og sigraði með þriggja marka mun, 28:25. Leikurinn var annars köflóttur og fullur mistaka en það sem stóð upp úr var markvarslan hjá GOG. Aðalmarkvörðurinn gat ekki spilað og í staðinn kom inn á ungur leikmaður sem stóð sig eins og hetja. Vörnin var annars með ágætum, sem skapaði GOG all nokkur hraðaupphlaup. Snorri átti sæmilegan leik og gerði 4 mörk í 9 skottilraunum en var með all nokkra feila, líkt og Ásgeir, sem ekki átti góðan dag í sókninni en stóð sig vel í vörn. Ekki geta GOG búist við sigri á móti Barcelona næstu helgi en miði er jú möguleiki. Ef sigur næðist yrði það í annað sinn sem danskt lið næði í undanúrslit Meistaradeildarinnar en Kolding hefur áður náð þeim áfanga.
Snorri með 4 mörk í sigurleik GOG í Meistaradeildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.