Staða efnahagsmála kynnt erlendis - bankarnir í naflaskoðun

Gott mál og tímabært ef Geir Haarde og félagar ætla loks að reyna að gera umheiminum grein fyrir stöðu efnahagsmála á Íslandi. Að vísu eru blikur á lofti um þessar mundir en það er eðlilegt, m.a. í ljósi sveiflu-kennds efnahags, en á síðustu árum hefur íslenskt atvinnulíf þróast í átt til aukins fjölbreytileika, sem til langframa tryggir aukinn stöðugleika. Ríkissjóður stendur vel og staðan í lífeyrismálum er öfundarefni annarra þjóða. Annað mætti sumt laga en það er jú eilífðarverkefni að reyna að hafa stjórn á efnahags-málum einnar þjóðar.

Geir þarf ekki að hafa áhyggjur af fjárfestingaræði íslenskra banka í bráð. Skuldatryggingarálagið sér alfarið um það en á meðan það er jafn hátt og raun ber vitni er vart áhugi á að fá fé að láni og nota í fjárfestingar. Forsætisráðherra getur því verið viss um að bankarnir muni leita annarra leiða í starfsemi sinni en hefur verið einkennandi í útrás síðustu ára. Væntanlega verður hugað betur að innra starfi, lagfæringum á eignakörfum og almennt leitað nýrra leiða til þess að tryggja undirstöðurnar og ná árangri á breiðari grunni.


mbl.is Bankarnir hægi á í útþenslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband