Hið heilaga stríð karlpunganna í Íran

Ég get ekki að því gert en í hvert sinn sem ég sé mynd af forseta Írans þá fer um mig ónotatilfinning. Ekki ósvipað og sumir Íslendingar segjast upplifa Bush yngri þessa dagana. Einhverra hluta vegna kaus íranska þjóðin þennan mann yfir sig og síðan hefur betri helmingur Írana upplifað aukna kúgun og afturför á mörgum sviðum. Baráttan fyrir auknu kvenfrelsi telja yfirvöld í Íran jaðra við landráð enda eru konur í hugum margra strangtrúaðra islamista einungis tæki til þess að þjóna karlpeningnum.

Í Íran eru við lýði Sharia-lög á sumum sviðum og leyfilegt að hálshöggva karla og konur fyrir framhjáhald og taka samkynhneigða af lífi. Reyndar ber ekki að óttast lagabókstafinn sem varðar homma og lesbíur í Íran, þar eð forsetinn sagði á fundi vestur í ameríku á síðast ári að allir væru gagnkynhneigðir í hans landi. Í hreinleika Islamríkisins þrífst ekki slíkur ósómi. Reyndar virtist hann hissa þegar honum var mætt með hlátrasköllum við þessa yfirlýsingu en næsta víst að hann telji þau viðbrögð merki um hnignun vesturlanda - og sérílagi hnignun hins stóra Satans, Bandaríkjanna.

Konur eru sem sagt ekki hluti af íraskri þjóð enda ef þær leyfa sér að hafa aðrar skoðanir en karlpungarnir, sem sitja við stjórnvölinn, þá er talið að það varði við þjóðaröryggi. Völdin sem Islamistarnir umlykja sig og vilja varðveita með öllum ráðum skulu konur ekki gagnrýna. Konur eru enda bestar geymdar á bak við slæður, að ekki sé nú talað um að hafa þær múlbundnar. Með trúna að vopni og öll þau lygameðöl sem hægt er að skreyta sig með eru stjórnvöld í Íran í heilögu stríði við flest þau gildi sem kenna má við Vesturlönd. Þeirra heilaga stríð er útþenslustefna forheimskunnar og hatursins og konur skulu ekki leyfa sér að rjúfa skjaldborg valdsherranna.


mbl.is Kvenréttindakonu meinað að ferðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband