Byggingariðnaðurinn lagar sig að breyttri efnahagsmynd

Ljóst má vera að dragi saman í byggingariðnaði, eins og þessar uppsagnir sýna. Þensla síðustu ára getur ekki haldið áfram í sama mæli og verið hefur - alla vega ekki að óbreyttu efnahagsástandi. Minnkandi eftirspurn eftir húsnæði, m.a. vegna óvenju slæms aðgengis að innlendu sem erlendu lánsfé, mun valda samdrætti í byggingariðnaði og sumpart slá á þenslu á vinnumarkaði. Ef að líkum lætur munu erlendir verkamenn finna mest fyrir þessari niðursveiflu, eins og fréttirnar bera með sér.

Byggingariðnaðurinn hefur um langt árabil gengið í gegnum sveiflur og hefur stundum þurft að súpa seiðið af tímabundnum samdrætti í byggingaframkvæmdum. Eins og efnahagsmál hafa þróast að undanförnu ættu minnkandi byggingaframkvæmdir ekki að koma á óvart. Nú er að sjá hvort samdrátturinn verði eins og við þekkjum sveiflurnar frá fyrri árum, með miklum samdrætti og fjöldauppsögnum, eða hvort markaðurinn hafi einungis hægt á sér til aðlögunar og fyrirtækin í byggingariðnaði geti búið í haginn fyrir næstu uppsveiflu.


mbl.is Fjöldauppsögn í byggingariðnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband