Myndband Jack´s meira til skemmtunar ...

Ekki get ég ímyndað mér að þetta myndband geri nokkuð að ráði fyrir Hillary Clinton. Í besta falli hafa nú birst fjöldi samanklipptra myndbanda með leikaranum vinsæla, þar sem gert er grín að öllu saman. Vera má að Jack fari sjálfur verst út úr þessu öllu saman. Annars hvatti einn umdeildasti útvarpsmaðurinn þar vestra, íhaldsmaðurinn Rush Limbaugh, hlustendur á meðal Repúblikana að kjósa senatorinn frá New York í forvalinu í Texas. Hann óskar sér að slagurinn standi sem lengst á milli frambjóðenda Demókrata enda veit hann sem er að því lengra sem barátta þeirra á milli stendur, þeim mun sundraðri munu Demókratar mæta til kosninga.

Ljóst er að forvalið í dag er síðasti möguleiki Clintons til þess að slá á meðbyrinn sem Obama hefur haft að undanförnu. Eftir 11 ósigra í röð er nauðsynlegt að hún standi sig vel í Texas og Ohio en kannanir sýna að baráttan er hnífjöfn þar, þó svo að Obama leiði á landsvísu. Stuðningur fólks af spænskum uppruna gæti reynst Clinton haldreipi í Texas, hvar kannanir sýna Obama með litlu meira fylgi, en í Ohio stendur frúin mun betur. Hvorugur frambjóðandanna er nálægt því að fá nógu marga fulltrúa á sitt band, þó svo að annar þeirra ynni góðan sigur í dag. Á sama tíma og Demókratar heyja harða baráttu er ljóst að McCain gæti tryggt sér útnefningu á meðal Repúblikana.


mbl.is Myndband með Jack Nicholson slær í gegn á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband