7.3.2008 | 16:58
Að bjarga fólki sem getur bjargað sér sjálft
Tók einhver eftir þessum orðum þremenninganna: "Vestfirðir geta staðið á eigin fótum og bjargað sínum málum sjálfir. ef þeir fá til þess frið fyrir stjórnvöldum þessa lands, sem fram að þessu hafa ekkert gert til að stöðva hinn mikla fólksflótta af svæðinu." Halda og sleppa, sleppa og halda. Maður á reyndar nokkur gen til Vestfjarða að rekja en veit ekki hvort þeir hafi nokkurn áhuga á að ég komi þeim til bjargar þess vegna - enda telja þremenningarnir að Vestfirðingar geti séð um sig sjálfir. Hvað er þetta annars ágæta fólk þá að vilja upp á dekk?
Bloggarar taka sig saman og vilja bjarga Vestfjörðum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hehe góður punktur
Gunnar Th. Gunnarsson, 7.3.2008 kl. 17:21
Sæll Óli ég veit ekki hvort þú manst eftir mér en ég hef verið svona eins og þú að keyra annaslagið hjá Strætó b.s. fyrst sumarið 2003.
Þetta er alveg rétt hjá þér að Vestfirðingar eiga að læra að bjarg sér sjálfir. Ég var á Vestfjörðum haustið 2006 og ég hef aldrei kynnst öðru eins. Eins ósjálfbjarga fólki hef ég ekki kynnst og þennan tíma sem ég var þarna. Svik og prettir voru eitthvað sem fólk var ekki að víla fyrir sér þarna og ég var fljótur að forða mér þegar ég sá hvernig mannlífið var þarna
Bestu kveðjur
Sigurbrandur Jakobsson, 9.3.2008 kl. 12:51
Ég krefst þess að Sigurbrandur rökstyðji þessar fáranlegu yfirlýsingar.
Ársæll Níelsson, 10.3.2008 kl. 06:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.